Heilsaðu frá mér

Heilsaðu frá mér
Lag / texti: erlent lag / Jóhanna G. Erlingsson

Gleddu fuglinn góður,
gamlan föður minn,
móður mína og bróður
gleðji söngur þinn.
Ef ég flogið gæti
ég flygi heim með þér,
hér ég hlýt að vera. – Heilsaðu frá mér.

Hverfist yfir húmdökk nótt, heitur blærinn andar hljótt,
litlum fugli er ferðin löng, að fósturjarpar strönd.
Full af heimþrá fylgist ég með flugi þínu um loftsins veg.
Fljúgðu hátt um himingeim, ó fljúgðu, fljúgðu heim.

Gleddu fuglinn góður
gamlan föður minn,
móður mína og bróður
gleðji söngur þinn.
Ef ég flogið gæti
ég flygi heim með þér,
hér ég hlýt að vera. – Heilsaðu frá mér.

Færðu bláu fjöllunum og fögru hvítu jöklunum,
kveðju til míns, kalda lands – kveðju útlagans.
Blómi fögru í fjallahlíð, fegurst kveddu ljóðin blíð,
björtum fossi í bergvatnsá berðu mína þrá.

Ung ég fór um ókunn lönd, ung ég fór frá fjarðarströnd,
fannst mér þar svo þröngt um mig, ég þráði ókunn stig.
En nú finnst mér sem fjörðurinn, er forðum lifði ég barnsárin
líkjast með þeim ljúfa stað, er leitaði ég að.

Gleddu fuglinn góður
gamlan föður minn,
móður mína og bróður
gleðji söngur þinn.
Ef ég flogið gæti
ég flygi heim með þér,
hér ég hlýt að vera. – Heilsaðu frá mér.

[m.a. á plötunni Elly Vilhjálms – Allt mitt líf]