Í draumalandi

Í draumalandi
Lag / texti: erlent lag / Kristmann Vilhjálmsson [Hrafn Gunnlaugsson]

Ég kem til þín og kyssi þig.
Þú kallar til mín: eltu mig.
Jörðin hvefur mér, – ég svo á braut með þér.

Og þú tekur í mína hönd,
leiðir mig um furðuströnd,
okkur burtu ber, sem draumalandið er.

Sólin bjartast skín
í okkar draumalandi.
Þú ert ætíð mín
í okkar draumalandi.

Þar elskumst alla stund,
eigum eilífan unaðsfund,
og ástarstjarna yfir okkur skín.

Í draumalandi
blómálfar syngja blítt,
í okkar draumalandi.
Sólin brosir hlýtt
í okkar draumalandi.

Rósir tala mjúkt við mig,
segja að ég elski þig,
og ástarstjarna yfir okkur skín.

Í draumalandi
við verðum ætíð ein.
Í okkar draumalandi
fuglar syngja á grein.
Í okkar draumalandi
þar elskumst alla stund,
eigum eilífan unaðsfund,
og ástarstjarna yfir okkur skín.

Í draumalandi
sólin bjartast skín.
Í okkar draumalandi
þú ert ætíð mín
í draumalandi.

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Þó líði ár og öld / Í draumalandi [ep]]