Ég gleymi því aldrei

Ég gleymi því aldrei
Lag / texti: Sigvaldi Kaldalóns / Halla Eyjólfsdóttir

Ég gleymi því aldrei er svanirnir sungu,
sveiflandi fannhvítum vængjunum létt.
Hljóðfallið breyttist er bárurnar þungu
að brjóstunum háhvelfdu féllu svo þétt.
Þeir sungu um ást með svo töfrandi tónum,
að titruðu klettar og gáfu af sér hljóð.
Hvort mun frá himnum sá herskari á sjónum,
er hrærir oss þannig og æsir vort blóð?

Ég hlustaði lengi og hljómana skildi –
hjarta mitt barðist af óljósri þrá –
gat ekki séð, hvað það var sem ég vildi,
viðkvæm og hugfangin þar sem ég lá,
vissi það eitt að um ást gat ég talað,
og eldinum heitari varð þá mín lund,
en hvort henni yrði í sannleika svalað,
sál minni duldist á þessari stund.

Svo liðu dagar, og svo liðu árin.
Saklausa æskunnar gleði mér skein,
aldrei mig heimsóttu örlagafárin,
óspillt var hjartað og samviskan hrein.
En meðskapað var mér að rýna og rekja
til raunveruleika, hvað heyrði og sá,
en aðeins í hjartanu vannst mér að vekja
þá vitund er nefnist að elska og þrá.

Þá var það búið. Ég þurfti ekki meira –
þráin fór vaxandi hjartanu í
barnslegu elskunnar bergmál að heyra;
breyttust nú draumar og snerust að því.
Kóngsson í álögum kaus ég að finna,
kraftaverk sýna og leysa hans bönd;
mikið ég hugði til mikils að vinna,
mjög vel því aðgætti svani við strönd.

[m.a. á plötunni Lögreglukór Reykjavíkur – Kaldalónskviða]