Sagan um upptrekkta karlinn

Sagan af upptrekkta karlinum
(Lag / texti: erlent lag / Hinrik Bjarnason)

Hér eitt sinn meðan ég ungur var og ákafur í brall,
færði mér hann faðir minn einn feitan trekktan kall.
Já, hann var svei mér hýr á brá af hundrað litum skær
og aldrei hefur annar hlutur orðið mér jafn kær.

viðlag
Hann kvað „sibb” er hann hljóp,
„babb” er hann gekk,
„burrr“ er hann stóð kyrr
og ótrúlegri undrahljóð, ég aldrei heyrði fyrr.

En forvitinn ég fór á stjá að fikta gripinn við,
því út úr hans baki var örlítill haki og annar á vinstri hlið.
Ég sneri öðrum, snerti hinn og snarpa kippi fann
og þegar karlinn komst á gólf þá kvað við er hann rann.

viðlag

Hann gekk á hlið og gekk svo beint, og gekk loks undir skáp.
Ég starði fyrst en stökk svo til að stöðva þetta ráp.
Og grátandi nærri því gáði ég að mínum góða ferðalang
sem birtist aftur er beygður hljóp ég beint í pabba fang.

viðlag

Og árin þau liðu óðfluga hjá, nú á ég mér lítinn pilt.
Í gærdag fór ég að gá að því hvort gæti hann karlinn stillt.
Hann skein af gleði, skríkti og hló er skundaði karl sinn veg,
hann er tvímælalaust af trekkta karlinum, jafn töfraður eins og ég

viðlag

[m.a. á plötunni Ríó tríó – …það skánar varla úr þessu]