Foss

Foss
(Lag / texti: Nýdönsk / Daníel Ágúst Haraldsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Flæða flóð,
orka ekki að bera.
Farna slóð
leita uppi átt.

Flæða flóð
sverfa bakka svera.
Aðra slóð
flæða gegnum gátt.

Flæðir flóð
bylur fullum þunga.
Blýþung lóð
sliga smátt og smátt.
Þyrmir yfir fyllir vitin – Vatnið.

Altekur – umlykur
Umlykur – heltekur
Heltekur foss – altekur oss.

Flæðir flóð,
lamar veikar varnir.
Slekkur glóð
dregur til sín mátt.
Heyri vatnadísir kalla, dett í foss.

Vatnsfallseljan er þrúgandi,
þokan másandi og móð.
Rök er nepjan og nístandi
grenjandi óð.

[af plötunni Nýdönsk – Hunang]