Litli vin

Litli vin
Lag / texti: erlent lag / Freysteinn Gunnarsson

Bráðum færast árin yfir mig,
einhvern tíma skil ég senn við þig.
Mundu þá að rata réttan veg,
reyndu að verða betri og meiri en ég.
Það er eina óskin mín til þín,
að þú hljótir forlög betri en mín.
Þótt mér brygðist margt, litli vin,
ég treysti þér best,
til að bæta upp það allt,
og bjarga því við,
sem er fátækt og valt.
Ég bið fyrir þér, litli vin.
Þegar ég fer þér frá,
þegar annar þig á,
viltu minnast mín þá, litli vin.

Síðan fyrst ég sá þig, litli vin,
sólin hefur veitt mér fegra skin.
Auðlegð mín er ást mín til þín,
yndi mitt er bjarta vonin mín,
vonin sú að gæfan gefi þér
gleði og lán og allt, sem fegurst er.
Þótt mér brygðist margt, litli vin,
og mistækist flest, litli vin.
Ég vil að þú gleðjist
og leikir þér létt,
og lærir að elska,
hvað gott er og rétt.
Ég bið fyrir þér, litli vin,
að blessist þér allt, litli vin.
Þó ég fari frá,
þegar fölnar mín brá,
viltu minnast mín þá, litli vin.

[m.a. á plötunni Óskastundin 2 – ýmsir]