Nótt á hafinu

Nótt á hafinu
Lag og texti: Guðjón Matthíasson

Í nótt ég held á hafið,
þó hamist skýjatrafið,
og nöpur norðankylja
oft næði um bátinn minn.
Ég stend þá einn og stýri
í stormi um ránarkinn.
En lengi er nótt að líða
í lífsins stríði víða.
Þótt lygni vind og lægi
við ljós um dagmál hægir.
Þá sæll ég sigli á Ægi
um sundin draumablá.

[m.a. á plötunni Guðjón Matthíasson – Líf og fjör á sjöttu hæð]