Ólgandi haf

Ólgandi haf
Lag / texti: Guðjón Matthíasson / Árelíus Níelsson

Á meðan sævarbylgjan bjarta
birtir mér hafsins leyndarmál,
þá finn ég ólga innst í barmi
ókönnuð djúp í minni sál.
Og þegar stormsins englasveitir
ógnandi stíga trylltan dans.
Þá verður lygnt á hafi hjartans
í hljóðum draumi ég svíf til lands.
Á meðan ólgar sær,
mér ertu hjarta nær,
þá er sem verndi hulin hönd.

[af plötunni Sverrir Guðjónsson og Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – [ep]]