Ólafur sjómaður

Ólafur sjómaður
Lag og texti Jenni Jóns

Hann Ólafur sjómaður sagði
það sínar ær og kýr,
að segja fólkinu sögur,
um sjómennsku ævintýr.

Hann hafði á hafinu barist
og hetjudáð sýnt og reynt.
Og válegum brostum varist,
og vegið að öldunni beint.

Er hafaldan háa við himininn gnæfir,
og hart er stormsamt og kalt,
þá vex mönnum kjarkur, kraftur og þor,
og kappið er þúsundfalt.

Ég uni mér úti á sænum,
við öldunnar ljúfa nið.
Og bátnum svo vært hún vaggar
og veitir mér yndi og frið.

[m.a. á plötunni Það gefur á bátinn – ýmsir]