Það var eitt sinn sjómaður
(Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson)
Það var eitt sinn sjómaður
með sérstök axlabönd,
hann sigldi um hafið blátt
að ókunnri strönd.
Hann var ekki hræddur
um að hann yrði snæddur,
móður og mæddur,
ó nei, ó nei, ó neeeeiii.
Það var eitt sinn sjómaður
með sérstakt vasaúr,
hann villtist í skóginum
og fékk sér smá lúr.
Hann var ekki hræddur
um að hann yrði snæddur,
móður og mæddur,
ó nei, ó nei, ó neeeeiii.
Það var eitt sinn sjómaður
með sérstakt hjartalag,
hann kollsigldi skútunni
um sólbjartan dag.
Hann var ekki hræddur
um að hann yrði snæddur,
móður og mæddur,
ó nei, ó nei, ó neeeeiii.
[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]