Hvers eiga fílar að gjalda?

Hvers eiga fílar að gjalda?
(Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson)

Hvers eiga fílar að gjalda,
því fá þeir aldrei nokkurn frið?
Hvers eiga fílar að gjalda
þótt þeir gangi svona út á hlið?

Hvers eiga fílar að gjalda
þó þeir bláir séu yst og innst?
Hvers eiga fílar að gjalda?
Æ greyin segiði hvað ykkur finnst.

Hvers eiga fílar að gjalda
þó þeir gangi um í grænum skóm?
Hvers eiga fílar að gjalda
þegar byssan hlær í grænum skóm?

[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]