Refaveiðavísur
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Þræða mold á mjúkri tá
mjög er áríðandi.
Ef við skyldum skolla sjá
skulum læðast hægt á tá.
Það er áríðandi.
Okkar starf er vandi.
Æ er refaveiðar við
varúð áríðandi.
Kannski sérðu kvikindið,
karl minn, ekki fær hann grið.
Það er áríðandi.
Okkar starf er vandi.
Meta rétt hvar rebbi er,
reynist áríðandi.
Kannski líka hann sé hér,
hann er kannski rétt hjá þér.
Gát er áríðandi.
Okkar starf er vandi.
[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]