Lilli og Marteinn læðast

Lilli og Marteinn læðast
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Nú verðum við að læðast,
þá list hér margur kann.
Það framtak fyrir liggur
að frelsa Bangsimann.

Þeir Bangsa burtu námu
frá bæ án dóms og laga.
Og segjast ætla að selja hann
í sirkus næstu daga.

Í hús þeir leitt hann hafa
og hespu fyrir smellt.
Á vörð þar hund þeir hafa sett
með háðslegt urr og gelt.

En nú mun rebbi reyna
að rugla vörðinn graman.
Við sigrum hundinn Habbakuk
ef höldum allir saman.

Já, rebbi mun nú reyna
eitt ráð sem ég tel best.
Hann gengur niður í gilið
og gólar þar sem mest.

Og Habbakuk mun hlaupa
á hljóðið – drengir snjallir,
á meðan Bangsa björgum við
og burtu þjótum allir.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]