Sexý

Sexý
Lag / texti: Gunnar Ellertsson og Árni Kristjánsson / Sigurlaug Jónsdóttir [Didda]

Sokkar, buxur, diskóskór úr Blondý, Plasa og Garbó,
Sumar, vetur, vor, haust, tískan gengur endalaust.
Hjá Heiðari lærirðu að vanga, í Módel lærirðu að ganga,
rassinn geturðu minnkað og andlitið á þér sminkað.

Þá loksins ertu sexý,
já loksins ertu sexý,
kynæsandi kroppinbakur,
þá loksins ertu sexý.
Þú ert sex,
þú ert sexý,
þú ert.

Varalitir, augnskuggar, maskari og gloss,
meikaðu yfir bólurnar, hjá strákum færðu koss.
Farðu svo í Hollywood og sestu þar á bar,
ef strákur gengur framhjá þá settu stút á varirnar.

Þá loksins ertu sexý,
já loksins ertu sexý,
kynæsandi kroppinbakur,
þá loksins ertu sexý.
Þú ert sex,
þú ert sexý,
þú ert.

Sokkar, buxur, diskóskór úr Blondý, Plasa og Garbó,
sumar vetur vor, haust tískan gengur endalaust.
Hjá Heiðari lærirðu að vanga, í Módel lærirðu að ganga,
rassinn geturðu minnkað og andlitið á þér sminkað.

þá loksins ertu sexý,
já loksins ertu sexý,
kynæsandi kroppinbakur,
þá loksins ertu sexý.
Þú ert sex,
þú ert sexý,
Sex sex sexý.

[af plötunni Vonbrigði – Kakófónía]