Ó Reykjavík

Ó Reykjavík
Lag / texti: Vonbrigði / Sigurlaug Jónsdóttir [Didda]

Ó Reykjavík, ó Reykjavík,
þú yndislega borg
með feita kalla og fínar frúr
og hrein og falleg torg.
Ó Reykjavík, ó Reykjavík
með þjóðarhetjurnar,
forseta á alþingi
og félagsmiðstöðvar.

Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík!

Ó Reykjavík, ó Reykjavík
með gamalmennunum
staflað eins og sardínum
á elliheimilum.
Ó Reykjavík, ó Reykjavík
með unglingunum,
stressuðum og útþynntum
hjá félagsráðgjöfum.

Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík, Reykjavík!

Ó Reykjavík, ó Reykjavík
með gamalmennunum
staflað eins og sardínum
á elliheimilum.
Ó Reykjavík, ó Reykjavík,
þú yndislega borg
með feita kalla og fínar frúr
og hrein og falleg torg.

*Ó Reykjavík, ó Reykjavík,
þú gleymir rónunum
ísköldum og liggjandi
í blómabeðunum.

[á plötunni Rokk í Reykjavík – úr kvikmynd]
*síðasta erindið var ekki sungið á plötunni