Stýrimannavals

Stýrimannavals
Lag og texti Guðjón Matthíasson

Á sjóinn ég ræ og fiskinn ég fæ,
fellur nú aldan há.
Ég stýri í stjór og stefnuna tek
strandlengjunni frá.
Er dimm verður nótt og dagurinn dvín
dapur ég hugsa til þín.
Mín hugljúfa mær, mín heillandi dís,
heima þú bíður mín.
En nú skal ég syngja sjómannasöng,
syngja svo nóttin verði ekki löng,
syngja í burtu sorgir og fals,
syngja við stjórnvölinn stýrimannsvals.

[m.a. á plötunni Hljómsveit Guðjóns Matthíassonar – Kveðja til átthaganna]