Lágnætti

Lágnætti
Lag / texti: Karl O. Runólfsson / Þorsteinn Halldórsson

Lágnættið hjúpast um hljóða storð,
hrundið er dagsins glaumi.
Blærinn er þýður, sem ástarorð,
andvarpar fold í draumi.
Vak þú nú með mér vina kær,
við skulum tala í hljóði.
Komdu nú til mín, komdu mær,
hvísla ég að þér ljóði.

[m.a. á plötunni Guðmundur Jónsson – Lax lax lax]