Vorljóð

Vorljóð
Lag / texti: Halldór Gylfason / Þorkell Heiðarsson

Eftir gleðisnauðar nætur
ó það var svo býsna gott.
Að brölta loks á sínar fætur
og aka síðan í skyndi á brott.

Hitti í bænum stúlku fagra,
inn í bifreið mína bauð.
Horfði á síðu hennar magra
innst í brjósti eldur sauð.

Á vorin þegar laukar tútna
læðist ég í bílinn minn.
Blómarósa varir þrútna
í skauti þeirra gleði finn.
Ferðast út í náttúruna,
reyni að finna leynistað.
Með fjölda meyja fer í spuna,
en ekki fleiri orð um það.

Fáum við nú víst að njótast
eftir langa vetrarbið.
Sé ég fljóð úr skuggum skjótast
fiðring finn í mínum kvið.

Inn að hjarta hennar vegur
langur mjög og stundum háll.
Ekkert frá mér orku dregur
smýg að þeim sem sleipur áll.
Þegar haustar róður herðist
báðum höndum taka verð.
Á gellumiðum þá jafnan skerðist
fyrsta flokksins kvennagerð.

Í skammdegisins eirðarleysi
vonarneista hjá mér finn.
Næsta vor á völlinn þeysi
og ástarvefi nýja spinn.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]