Til í stuðið

Til í stuðið
Lag og texti: Halldór Gylfason og Freyr Eyjólfsson

Ég stirður er af streði,
stressið er að drepa mig.
Alla vikuna beðið
eftir því að hitta þig.

Freðinn í frystihúsi,
föstudagur er í nánd.
Ég kveiki á útvarpinu,
mér heyrist þetta vera vor sánd.
Til í stuðið,
fengitími er í nánd.
Nú kveð ég slorið
og heilsa upp á vorið.

Ég keyri klakklaust í bæinn,
kærastan bíður mín.
Sumarið kom yfir sæinn,
sukkum eins og svín.

Ég hitti síðan strákana,
stuðið byrjar þá.
Við kíkjum inn á pöbbana
og allir í píu ná.

Hvað gerist síðan eftir ball,
spyr sá sem ekki veit.
Við skulum aldrei enda þetta skrall
og spænum því upp í sveit.

Við leggjum af stað með luru
og lendum í Úthlíðinni.
Bóndi bíður okkur velkomin þar
og blótar vorblíðunni.

Hvar endar síðan allt þetta líf?
Hver er tilgangurinn?
Viltu mín kæra vera mitt víf?
Hér er hringurinn.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]