Kveðjuvals

Kveðjuvals
Lag / texti: Halldór Gylfason / Þorkell Heiðarsson

Lífið aftur áfram bifast
eftir að við hættum að skrifast á.
Það var svo gaman þá.

Kenndir mér svo margt að meta,
lífsveginn ég aftur feta einn.
Það fylgir mér ei neinn.

Hvers virði er sól og hiti.
Ég segi ekki orð af viti
í örmum þér.
Viltu giftast mér.
Þarft ekki mig að þola.
En ef þú vilt mér burtu bola
úr ástarbrímanum.
Dönsum saman kveðjuvals.

Ástarflóran í garði okkar
bæði dregur mig og lokkar til sín.
Þrá úr augum skín.

En víst er ástum okkar lokið,
flest öll sálarskjólin fokið í.
Hvað get ég gert við því.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]