Eins og vera ber

Eins og vera ber
Lag og texti Stefán Már Magnússon

Ég er lágvaxinn ofursti á eftirlaunum,
er góður í darti og kann að halda partí.
Var eitt sinn áhugaheimspekingur
en er það ekki lengur.
Ertu frá þér drengur.

Ég lifi hátt og ég lifi vel
og fé mitt er falið meira en ég get talið.
Með þernuna frönsku ég flýg á brott
í frárri einkaþotu allt í einni lotu.
Svífur á mig.

Í orlofshúsi í Úralfjöllum eigum ástarfund,
svo létt í lund.
Og kampavín og kavíar í körfu færi þér,
já alveg eins og ver a ber.

Eftir stuttan fund í ríkisráði
ég kíki við hjá Kela með koníak í pela.
Við reifum lífsins leyndardóma
og látum sönginn óma.
Og gerum það með sóma.

Orðstír er minn undanfari
og lánstraust í lagi, gengur allt í haginn.
Svo næsta dag með nýja píu
í nýrri limósínu með Símoni og Línu.
Svífur á mig.

Í pútnahúsi í Paraguay við eigum ástarfund
svo létt í lund.
Og kókaín og kláravín í körfu færi þér,
já alveg eins og vera ber.

Í orlofshúsi í Andesfjöllum eigum ástarfund
svo létt í lund.
Og súkkulaði og séniver í körfu færi þér,
já alveg eins og vera ber.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]