Eyðiland

Eyðiland
Lag / texti: Halldór Gylfason og Freyr Eyjólfsson

Lestin full af ýsu.
Langaði alla í skvísu
er við komum í land.

Rakspíraglösin tæmdum
og við hvorn annan gældum
er við komum í land.

Áhöfnin á Hnefanum hún ætlar að skemmta sér
með nokkra tugi gallona af séniver.
Ef við lendum í basli og þorpsbúar kalla á
Viðar, Hákon eða Venna.
Það þýðir ekki neitt því við eigum nóg af sjenna.

Við kváðum klúrnar rímur
en það runnu á okkur tvær grímur
er við komum í land.

Ég spurði: Hvar er barinn,
eða er hver einasti kjaftur héðan farinn.
Er ég kominn í land?
Ég get ekki greint í sundur nótt eða dag,
er ég staddur í sjónvarpsmynd sem heitir
Blóðrautt sólarlag.

Aftur út á sjó,
ég hef fengið nóg.
Það er ekki til bland
og því kveð ég þetta eyðiland.
Já, því að ég hef lesið T.S. Eliot og veit hvað
hann átti við þegar hann samdi þennan
ljóðabálk.
Sigli frekar í strand
en að fara á þetta eyðiland.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]