Bjössi á Hól

Bjössi á Hóli
Lag / texti: erlent lag / Jónas Jónsson

Hann bað mín um daginn hann Bjössi á Hól,
og bauð að gefa mér silkikjól,
og alls kyns léreft, svo undrafín,
sem afbragð væru í rikkilín,
og silfurbelti og sumarskó,
og sélegt albúm frá Jóni Ó.,
og ótal slifsi og eikarskrín,
ef yrði ég konan sín.

Hann Bjössi, hann Bjössi!
Ó, hann er svo skotinn – ég hræddist að sjá.
Hann Bjössi, hann Bjössi!
Þar hvíslaði ég að honum “já”.

Og oft hef ég gert fjölmargt axarskaft,
en ekkert með slíkur töfrakraft,
því áður en hann hafði áttað sig,
hann ætlaði bara að éta mig.
Hann sagði ég væri svo sæt og góð,
já, sætari en kaka steikt á glóð,
og svo gaf ég honum einn sætan koss
og sælan var þá yfir oss.

Ó Bjössi, ó Bjössi,
nú ertu að verða engillinn minn.
Ó Bjössi, ó Bjössi,
því engan ég indælli finn.

Og öllum við bjóðum í brúðkaupið,
og bregðum ei út af mannasið,
að halda veislu með drykkju og dans,
við drögum þar til okkar fjölda manns.
Og þá verður margur á aurum ör,
við eignumst þá hnífa og bollapör,
og annað sem vantar í okkar bú,
og ég verð þá kölluð frú.

Ó Bjössi, ó Bjössi,
svo hoppum við bæði’ inn í hjónaband.
Ó Bjössi, ó Bjössi
í himinsælunnar land.

[m.a. á plötunni Óskastundin 4 – ýmsir]