Fáð’ þér sykurmola

Fáð‘ þér sykurmola
(Lag / texti: Rúnar Gunnarsson / Ólafur Gaukur Þórhallsson)

Ef þú ert í rusli,
ef þú ferð að vola,
ef þú kennir þreytu
fáðu þér sykurmola.

Ef þú ert í sorgum,
átt svo margt að þola,
ef þú gerist mæddur,
fáðu þér sykurmola.

Farðu í ferðalag,
farðu sem lengst,
fáðu þér svo strax sykurmola.

Ef þú allri þreytu
ætlar burt að skola,
óbrigðult er ráðið,
fáðu þér sykurmola.

Ef þér finnst þú vera
æði mikil rola,
ef þú verður hræddur,
fáðu þér sykurmola.

Farðu í ferðalag,
farðu sem lengst,
fáðu þér sykurmola.

[m.a. á plötunni Rúnar Gunnarsson – Rúnar Gunnarsson lagasmiður og söngvari]