Sönglistin

Sönglistin
(Lag / texti: Helgi Helgason / Steingrímur Thorsteinsson)

Svíf þú nú sæta, söngsins englamál,
angrið að bæta yfir mína sál.
Tónaregn þitt, táramjúkt
titri’ niður’ á  hjartað sjúkt,
eins og dala,
daggir svala
þyrstri rós í þurrk.

Indæl sem kliður ástafugls við lind,
rammefld sem niður reginhafs í vind,
óma, sönglist, unaðsrík,
önd mín hrifin, svani lík,
blítt í draumi
berst með straumi
út á hljóms þíns haf.

[m.a. á plötunni Sigurður Skagfield – [ep]]