Fordómar

Fordómar
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson / Gunnar Þór Eggertsson)

Þreyttur, svekktur er, fólk starir, sýnist þér
læt hugann reika‘, ímynda mér
um nýja heima en hvert ég fer
á annan stað finn ég það,
á annan stað ég hlýt að komast að.
Fordómar, hörundsfar það skiptir ekki þar,
fylgdu mér, trúðu mér, allir eru jafningjar.

Dagar líða, mánuðir, hvenær verð ég velkominn,
með tíma breytist hugurinn,
ég vona að ég komist inn
á annan stað finn ég það,
á annan stað ég hlýt að komast að.
Fordómar, hörundsfar það skiptir ekki þar,
fylgdu mér, trúðu mér, allir eru jafningjar.

Horfðu á mig, finndu frið, sjáðu mig,
ég er ei öðruvísi inni við.
Útlitið blekkir þig, fylgdu mér
á annan stað finn ég það,
Fordómar, hörundsfar það skiptir ekki þar,
fylgdu mér, trúðu mér, allir eru jafningjar.
Allir eru jafningjar.
Allir eru jafningjar.

[af plötunni Land og synir – Herbergi 313]