Kirsuber

Kirsuber
(Lag og texti: Björn Jr. Friðbjörnsson og Jón Ólafsson)

Kríthvít brjóst þín og kirsuber
köstuðu mér í hylinn,
berjamór, berja augum, berja þig
aftur augum,
draumur minn í efstu hillu.

Tómatlituð tunga lipur
læðir orðum, læðist inn í mig,
þögnum þakin heyrum eyrun,
heyra fátt, heyra lítið, ekki neitt
og kossar þínir innsigluðu orðin.

viðlag
Kríthvít brjóst þín, kirsuberin,
eplagrænir augasteinar,
fjólubláar flauelskinnar,
blásvart hár þitt breiðir yfir
barnsæskuna mína.

Gulur hnöttur á himni blindar,
keyrir allt á kaf í birtu.
Allir fuglar þurfa að fljúga,
líka þú, ég læt það ekki
á mig fá.

viðlag

[af plötunni Nýdönsk – Kirsuber]