Finn á mér

Finn á mér
(Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson)

Ég hætti ekki að gráta þó allt sé orðið bjart.
Hjarta mitt er svart því það er svo margt
sem ég þori ekki að segja þér því ég er svo viss um
að þú farir frá mér og finnir annan mann.

Svo ég loka þetta inni og hendi í gang
en þá hringir bjallan dinga-linga-dang
og frammi á gangi þar stendur þú
og ég segi þér allt í góðri trú.

Því ég finn á mér
að þú viljir vera hjá mér
þó ég sé algjört fífíl
þegar ég finn á mér.

Þú verður að afsaka ég get verið pein,
það býr í mér púki og sjúkur refur.
Ég er alltaf úti á meðan þú sefur,
ég er melur.

Ég skil svo vel að þú hafir fengið nóg,
ég gekk ekki heill inn í þennan skóg.
En trúi því samt ekki að þú látir mig róa
út í móa.

[af plötunni Prins Póló – Sorrí]