Gallar

Gallar
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Það þýðir ekki að reyna að leyna þeim göllum sem þú gengur með.
Því frekar en að þegja þá skaltu því segja frá þeim til að kæta geð.
Því náunginn gleðst yfir fáu eins og göllum þínum.
Í huganum gerir hann samanburð á þeim og sínum.

Reyndu ekki að vera vitur og brýna gogginn eða gerast bitur.
Á milli skers og báru því bældu þig lúmskur með litla áru.
Metorðastiginn er ekki fyrir alla.
Því hærra upp, því hærra er að falla.

Segðu þeim frá gelti eða helti eða heiftarlegri drykkjuþrá.
Og hvað þú oft ert blankur og krankur, hve sjaldan þú ert ofan á.
En mundu samt að brosa gegnum tárin.
Með brosi er best að sigla gegnum árin.

[á plötunni Mannakorn – Brottför kl. 8]