Álfarnir

Álfarnir
(Lag / texti: Magnús Eiríksson)

Einu sinni villtist ég í þokunni í heiðinni.
Huldufólk, huldufólk hitti ég á leiðinni.
Ég fór um þeirra byggð, og við þá tók ég tryggð.
Álfana, álfana, álfana á heiðinni.

Dönsuðu bláklæddar meyjarnar í þokunni.
Ég var svo glaður að ég glataði glórunni.
Gekk inn í gráan stein, ginnti mig þangað ein
ilmandi álfkona utan úr heiðinni.

Hún hafði augu skær og ég varð alveg ær.
Álfkonu, álfkonu unni ég í heiðinni.

Aftur í mannheimum mæddur á lífinu.
Dvelur minn hugur hjá augnskæra vífinu.
Ég bað um frí í dag, flyt hér mitt kveðjulag.
Í nótt þá er búist við þoku á heiðinni.
Í hinsta sinn villist ég aftur af leiðinni.

Hún hafði augu skær, og ég varð alveg ær.
Álfkonu, álfkonu unni ég í heiðinni.

[af plötunni Mannakorn – Brottför kl. 8]