Stríð

Stríð
(Lag og texti: Gunnar Þór Eggertsson og Hreimur Örn Heimisson)
 
Í rústum þar hýsist lítil sál,
að þrotum er komið lífsins bál
en burt frá litið hver er það sem særist mest,
allir þeir sem missa manna mest.

En það ert þú sem getur breytt því,
í gegnum aldir við höfum háð stríð
á milli manna sem vilja nýtt líf,
í gegnum aldir við höfum háð stríð.

Hún hrópar á hjálp sem berst of seint
og biður að henni verði ei meint,
en burt frá litið hver er það sem særist mest,
allir þeir sem missa manna mest.

En það ert þú sem getur breytt því,
í gegnum aldir við höfum háð stríð
á milli manna sem vilja nýtt líf,
í gegnum aldir við höfum háð stríð.

Er það ekki skrítið, við getum ekkert gert,
virðist lífið vera allt að einskis vert.
Er það ekki skrítið, við getum ekkert gert,
virðist lífið vera allt að einskis vert.
Allt að einskis vert.
Allt að einskis vert.

[af plötunni Land og synir – Herbergi 313]