Grátkonan

Grátkonan
(Lag / texti: Grýlurnar / Inga Rún Pálmadóttir)

Ég man þá tíð er ég var ung og fríð,
tágrönn með koparbrúnt hár
og fagra og slétta húð.
Ég var vel til gerð kona, ekkert orginal lúkk.
Af öllum öðrum ég bar.
Þá var gaman að vera til.

Þá var gaman að vera til.
Þá var gaman að vera til.
Þá var gaman að vera til að lifa.

Skyndilega var dansinn búinn.
Ég áttaði mig á því
að æskublóminn var burtu flúinn.
Mitt töfrandi útlit að engu varð
er dagur að kveldi varð.
Hvernig get ég sætt mig við það?

Hvernig get ég sætt mig við það?
Hvernig get ég sætt mig við það?
Hvernig get ég sætt mig við það?

Á morgun ég ætla að redda þessu,
það verður að gerast strax.
Ég plokka burt grá hár
og sparsla’ í hrukkurnar.
Og þegar læknavísindin verða fullkomin og tækniþróunin,
ég læt gera mig upp
og verð eins og ég var.

Ég vil vera eins og ég var.
Ég vil vera eins og ég var.
Ég vil vera alveg eins og ég var.

[af plötunni Grýlurnar – Mávastellið