Sigmundur kroppur

Sigmundur kroppur
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir / Grýlurnar)

Eilíf keppni um athygli.
Eilíft væl um vinsældir.
Ertu nógu bræt til að vera til?
Reyndu’ að komast inn í leikformið.

Reyndu’ að vera töff
og sýna öðrum blöff.
Þú gætir orðið hitt.

Skiptast og skiptast og skiptast á skoðunum.
Makalaust væl um bömmer lið.
Hver er fær að dæma best um það
hvað sé rétt og hver sé ruglaður?

Reyndu’ að vera töff
og sýna öðrum blöff.
Þú gætir orðið hitt.

Reyndu nú að breyta þér,
í annað form en lítinn orm – lítinn orm.
Finnst þér ekki freistandi,
að vera mesti kroppurinn – kroppurinn?
Ekki viltu vera þar,
sem aðrir hafa plantað þér – plantað þér.
Vertu bara kúl á því,
að troða þér í klíkunni – klíkunni.
Ó … ekki meira röfl með líderinn.
Þú ert sá sem dæmir best um það,
hvað sé rétt og hvað sé rangt og hvað hver sé.

Þú ert orðin töff.
Sýnir öðrum blöff.
Þú ert orðin hitt.

Mesti kroppurinn.
Besti líferinn.
Lamið kálhausinn,
því þú ert stálhnefinn.
Mesti kroppurinn.

[af plötunni Grýlurnar – Mávastellið]