Lúxuslíf

Lúxuslíf
(Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson)

Hraunbiti bráðnandi í sólinni.
Leisergeisli í hjartastað á sálinni.
Ég hef beðið eftir þér
frá því í nóvember.
Það er margt svo kræsilegt
sem ég hef að bjóða þér.

Lúxuslíf, æji plís réttu mér hníf.
Ég hef verið meira en fús
til að drekka þennan djús.
En nú get ég ekki meir,
þarf að fara í annan heim,
það mun ekki standa á mér
að henda í annað svona geim.

[af plötunni Prins Póló – Sorrí]