Fallegi smiðurinn

Fallegi smiðurinn
(Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson)

Hér erum við 2000 árum síðar,
komin saman til að drekka límonaði,
dilla búka, hrista hönd og læri,
nú er tækifærið að hlaupa á snærið.

Höllum okkur aftur á smartasta
mögulega hátt sem okkur er í lófa lagið.
Þetta er lagið sem við höfum beðið eftir,
þetta er lagið sem kemur alltaf strax eftir fréttir.

Dansinn við það er frekar einfaldur,
þú setur hendina út og þá gerist einhver galdur.
Dilla búka, hrista hönd og læri,
náðu þér í snæri, þó það var nú væri.

Fallegi smiðurinn
settist upp á hestinn sinn,
reið svo út í aftaninn
belessaður drengurinn.

Fallegi smiðurinn
geirnegldi saman berserkinn,
hrærði saman frómasinn,
já þarna þekkjum við karlinn.

[af plötunni Prins Póló – Sorrí]