Rauðhærður hnokki

Rauðhærður hnokki
(Lag / texti Halldór Gylfason og Þorkell Heiðarsson)

Hittumst í skjóli nætur
ég vil við þig spjalla,
lengi gefið þér gætur,
enga hefurðu galla.

Starfar í greiðasölu
horfi á þig loka,
samdi um þig þölu,
fékk fyrir bland í poka.

Ertu mér búin að gleyma?
Ég er rauðhærður hnokki!
Fyrir utan gluggann þinn breima,
ríð svo burt á brokki í lyktandi sokki.

Ég verð vitsterkur að hugsa
um þig alla daga.
Læknirinn minn Þorleifur
vill líða mína laga.
En ég elska þig af öllu mínu hjarta.
Ein nótt án þín í viðbót málar veröld svarta.

Reyni þig að vinna
dag hvern sendi skeyti,
hættur öðru að sinna,
höfuðið legg í bleyti.

Kasta í gluggann þinn grjóti
syng til þín ástarsögur,
steytir hnefann á móti,
ó þú ert svo fögur.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]