Tígulás

Tígulás
(Lag og texti Halldór Gylfason)

Að loku sumarlöngu puði
í laun fékk unglingurinn vel ættaðan hest.
Hann var sem gjöf frá sjálfum guði
og glæsilegra hross hér hefur varla sést.

Og eftir því sem árin líða
þess oftar lít ég við og skoða ferilinn.
Væfluðumst um grundir víða
vafði sterkum örmum þétt um makka þinn.

Upp í efstu sölum
ennþá töltandi tígulás úr dölum.
Upp í efstu sölum ennþá töltandi Tígulás.

Á þessu yfirferðarbrölti
allir litu við og sögðu bara vá!
Það inni í skalla mínum skrölti
ég skildi vel hvað fólkið var að horfa á.

Það var að horfa á hann Ása
en síðan fórstu burt og þá var brotið blað.
Það tók við nokkurra ára pása
hún er á enda því núna á ég Glað.

[af plötunni Geirfuglarnir – Drit]