Á Akureyri starfaði hljómsveit undir nafninu Skýborg snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1971 og 72 en meðlimir sveitarinnar voru þá á gagnfræðaskólaaldri.
Liðsmenn Skýborgar voru þeir Hreinn Laufdal [?], Gunnar Friðriksson [?], Sigurður Albertsson [?], Sigfús E. Arnþórsson hljómborðsleikari [?] og Hermann Ingi Arason bassaleikari [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljóðfæraskipanina í sveitinni.














































