Arfi (1969-70)

Arfi var hljómsveit sem stofnuð var 1969 og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari (Stuðmenn o.fl.), Gunnar Jónsson söngvari, Ólafur Sigurðsson bassaleikari (bróðir Þuríðar söngkonu og Gunnþórs bassaleikara í Q4U) og Magnús Halldórsson orgelleikari. Það sama haust var Ólafur bassaleikari rekinn og Tómas…

Antarah (1985-86)

Antarah var hljómsveit úr Kópavoginum. Hún var stofnuð upp úr Bandi nútímans haustið 1985 og var skipuð þeim Magnúsi Árna Magnússyni söngvara, Sváfni Sigurðarsyni hljómborðsleikara, Gunnari Ólasyni bassaleikara, Pétri Jónssyni gítarleikara og Ríkharði Flemming Jensen trommuleikara. Sveitin var skráð til þátttöku í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1986 en mætti ekki til leiks. Ekki er vitað hversu…

Axlabandið [5] (1994)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði á Akureyri 1994. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær eru að sjálfsögðu vel þegnar.

Auschwitz (1992-93)

Rokksveit úr Hafnarfirðinum sem keppti í Músíktilraunum 1992. Sveit þessi var skipuð þeim Gísla Árnasyni bassaleikara (PPPönk), Páli Kr. Sæmundssyni gítarleikara, Árna Rúnari Þorvaldssyni söngvara, Birni Viktorssyni trommuleikara (PPPönk, Singapore Sling o.fl.) og Þorvaldi Einarssyni gítarleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit þrátt fyrir góð tilþrif en starfaði áfram, næsta ár keppti sveitin aftur en…

Autobahn (1985)

Hljómsveitin Autobahn úr Reykjavík starfaði 1985 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Pétur Einarsson hljómborðsleikari, Árni Gústafsson söngvari og hljómborðsleikari og Jóhann Jóhannsson trommuheila- og hljómborðsleikari skipuðu sveitina. Autobahn komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð líklega ekki langlíf.

Axlabandið [1] (1967-68)

Reykvíska unglingasveitin Axlabandið sem stofnuð var haustið 1967 var ein af mörgum sveitum sem áttu eftir að bera þetta nafn. Meðlimir hennar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Már Elíson trommuleikari, Magnús Halldórsson orgelleikari, Gunnar Jónsson söngvari og Guðmundur V. Óskarsson gítarleikari. Upphaf sveitarinnar má rekja til Guðmundar og Finnboga en síðan bættust þeir Magnús og Gunnar…

Axlabandið [2] (1973 – )

Axlabandið úr Sandgerði starfaði á fyrri hluta áttunda áratug liðinnar aldar (allavega 1973) og starfar enn, líklega hefur þó starfsemi hennar ekki verið samfleytt. Meðlimir hennar í dag eru Heimir Sigursveinsson bassaleikari, Ögmundur Einarsson trommuleikari, Jón H. Hafsteinsson gítarleikari, Guðmundur Hreinsson gítarleikari, Elvar Grétarsson gítarleikari og Daggrós Hjálmarsdóttir söngkona. Ekki er kunnugt um aðra meðlimi…

Axlabandið [3] (1979)

Axlabandið frá Akranesi var í raun hljómsveitin Tíbrá sem mörgum er kunn, en hún tók upp á því árið 1979 að breyta nafni sínu í Axlabandið eftir að hafa gegnt hinu nafninu um árabil. Sveitin hét þessu nafni einungis í fáeina mánuði, fram að áramótum 1979/80 en þá breytti hún því aftur í Tíbrá, og…

Austurland að Glettingi (1990-96)

Hljómsveitin Austurland að Glettingi var starfandi um nokkurra ára skeið upp úr 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Hallgrímsson söngvari og bassaleikari, Björgvin Harri Bjarnason gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari og söngvari. Harmonikkuleikararnir Hreinn Halldórsson og Helgi Eyjólfsson komu eitthvað við sögu sveitarinnar en ekki er ljóst hvort þeir voru fastir meðlimir hennar. Austurland að Glettingi…

Akkord [útgáfufyrirtæki / félagsskapur] (1975-95)

Akkord nafnið var í eigu Karls Jónatanssonar harmonikkuleikara og tengdist tónlist (einkum harmonikkutónlist) með margs konar hætti. Í upphafi var um að ræða útgáfufyrirtæki sem sérhæfði sig í útgáfum nótna, ekki er þó ljóst hversu umfangsmikil sú útgáfa var en það var um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Fljótlega birtist Akkord einnig sem plötuútgáfa þegar…

Ásta Sveinsdóttir (1895-1973)

Ásta Sveinsdóttir (f. 1895 í Stykkishólmi) er ekki þekktasta nafnið í íslenskri tónlistarsögu en hún var fyrst og fremst lagahöfundur og tónlistarkennari, kenndi bæði á gítar og píanó. Tónlistin varð aldrei hennar aðalstarf en kennsluna stundaði hún samhliða rekstri mjólkurbúða og veitingastaða. Lög Ástu urðu einna þekktust í tengslum við sönglagakeppnir SKT hér á árum…

Axlabandið [4] (1988)

Unglingasveit í Kópavogi bar nafnið Axlabandið árið 1988. Meðlimir þeirrar sveitar voru Kristinn H. Schram hljómborðsleikari, Jóhannes Hjaltason söngvari, Þröstur Elías Árnason gítarleikari, Ingólfur Ólafsson bassaleikari og Baldvin A.B. Aalen trommuleikari en sá síðastnefndi var síðar kunnur upptökumaður og trommuleikari Sóldaggar. Þessi sveit varð líklega ekki langlíf.

Aukinn þrýstingur (1988-89)

Hljómsveitin Aukinn þrýstingur var stofnuð í tengslum við útgáfu á plötu Valgeirs Guðjónssonar, Góðir Íslendingar, sem kom út fyrir jólin 1988. Tveir meðlimir sveitarinnar, gömlu kempurnar Björgvin Gíslason gítarleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari, höfðu leikið undir á plötunni með Valgeiri og þegar til stóð að kynna hana með spilamennsku bættust ungliðarnir Björn Leifur Þórisson hljómborðsleikari (Lögmenn,…