Hljómsveit Hilmars Sverrissonar (1989-2006)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur í gegnum tíðina starfrækt hljómsveitir í eigin nafni samhliða því að vera einyrki á sviði eða starfa með stökum tónlistarmönnum og -konum eins og Má Elísyni, Ara Jónssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Helgu Möller og Önnu Vilhjálms. Stundum hefur slíkt samstarf tveggja samstarfsmanna reyndar verið kallað Hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Hilmar starfrækti líklega í…

Spilaborgin [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spilaborgin lék töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins árin 1993 og 94 og hafði á boðstólum blöndu af djassi og blús en einnig frumsamið efni. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þau Ásdís Guðmundsdóttir söngkona, George Grosman gítarleikari, Pétur Kolbeinsson bassaleikari og Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari en flest þeirra…

Skítkast (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Skítkast og var frá Ísafirði kom að minnsta kosti einu sinni fram á dansleik í Hnífsdal í kringum 1980 en sveitin var eins konar grínatriði meðlima Danshljómsveitar Vestfjarða og Helga Björnssonar, sem síðar varð þekktur sem söngvari. Grínið gekk út á að koma fram sem pönksveit en meðlimir Danshljómsveitar Vestfjarða skiptu…

Tutto bene (1993)

Tutto bene var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði sumarið 1993. Meðlimir sveitarinnar voru söngkonurnar Anna Karen Kristinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir sem þá höfðu sungið með hljómsveitinni Kandís, Grettir Sigurðsson [bassaleikari ?], Baldur Sigurðarson (Ofur Baldur) hljómborðsleikari og James Olsen trommuleikari.

Norðan 3 (1994-96)

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður. Sumarið 1995 bættist söngkonan…

Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…

Danshljómsveit Vestfjarða (1977-81)

Danshljómsveit Vestfjarða var starfrækt á Ísafirði 1977–81. Hún var stofnuð 1977 af nokkrum meðlimum hljómsveitarinnar Ýrar, sem þá hafði verið starfandi síðan 1973. Meðlimir sveitarinnar voru Rafn Jónsson trommuleikari, Reynir Guðmundsson söngvari, Sigurður Rósi Sigurðsson gítarleikari og Örn Jónsson, sem allir höfðu verið í Ýr, auk þeirra voru Sven Arve Hovland gítar- og trompetleikari og…

Langbrók (1993-96)

Langbrók var sveitaballaband sem gerði garðinn frægan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin lék víða um land fjölbreytilega tónlist og viðhafði ýmsar uppákomur, hvort sem það var á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins eða úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð snemma árs 1993 og hafði sama kjarnann að mestu á að skipa þann tíma er hún starfaði…

Sokkabandið [1] (1982-85)

Hljómsveitin Sokkabandið frá Ísafirði er með allra fyrstu kvennasveitum sem starfað hafa á Íslandi en hún mun hafa verið starfandi á árunum 1982-85, sumar heimildir segja hana stofnaða fyrr. Stofnmeðlimir Sokkabandsins voru þær Ásthildur Cesil Þórðardóttir bassaleikari, Eygló Jónsdóttir gítarleikari og Oddný Sigurvinsdóttir gítarleikari en þær höfðu frumkvæði að stofnun sveitarinnar, síðan bættust við þær…