Afmælisbörn 28. nóvember 2025

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

HS stúdíó [hljóðver] (1991-)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur starfrækt hljóðver um langt skeið undir nafninu HS stúdíó (H.S. stúdíó) bæði á höfuðborgarsvæðinu og norður á Sauðárkróki. HS stúdíó tók til starfa haustið 1991 í tengslum við Litla tónlistarskólann sem Hilmar rak í Furugrund í Kópavogi, þar var hann með aðstöðu til að hljóðrita tónlist og annað efni. Árið 1993…

Hrafnar [3] (2008-)

Hrafnar er hljómsveit sem á sér í raun heilmiklu forsögu því um er að ræða upprunalegu útgáfuna af Pöpum frá Vestmannaeyjum sem gerði garðinn frægan um skeið. Sveitin hefur sent frá sér plötur og vakið heilmikla athygli fyrir nálgun sína á þjóðlagatónlist. Papar höfðu verið stofnaðir árið 1986 og starfaði sú sveit allt til 2008,…

Afmælisbörn 28. nóvember 2024

Sex afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Hljómsveit Hilmars Sverrissonar (1989-2006)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur í gegnum tíðina starfrækt hljómsveitir í eigin nafni samhliða því að vera einyrki á sviði eða starfa með stökum tónlistarmönnum og -konum eins og Má Elísyni, Ara Jónssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Helgu Möller og Önnu Vilhjálms. Stundum hefur slíkt samstarf tveggja samstarfsmanna reyndar verið kallað Hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Hilmar starfrækti líklega í…

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Hilmar og Pétur (2001)

Pöbbadúett sem starfaði undir nafninu Hilmar og Pétur lék með reglulegum hætti á Catalinu í Kópavogi allt árið 2001 og hugsanlega lengur. Ekki liggur alveg fyrir hverjir þessi Hilmar og Pétur voru en hér er þó að öllum líkindum um að ræða Hilmar Sverrisson hljómborðsleikari og Pétur Hjálmarsson bassaleikari.

Hilmar Sverrisson (1956-)

Sauðkrækingurinn Hilmar Sverrisson er með lífseigari pöbbaspilurum Íslands en hann hefur leikið á dansleikjum og ölstofum landsins í um hálfa öld, hann hefur haft tónlistina að lifibrauði nánast alla tíð. Hilmar fæddist í Skagafirðinum haustið 1956 og ólst upp við austanverðan fjörðinn til átta ára aldurs þegar hann flutti með fjölskyldu sinni inn á Sauðárkrók…

Afmælisbörn 28. nóvember 2023

Fimm afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Háspenna (um 1970)

Fyrir margt löngu starfaði hljómsveit á Sauðárkróki undir nafninu Háspenna, sveitin var líkast til ein allra fyrsta unglingahljómsveit þeirra Skagfirðinga en liðsmenn hennar voru líklega á aldrinum 12 til 14 ára. Háspenna var stofnuð árið 1969 eða 70 og starfaði líklega til 1971 en hún hafði m.a. á efnisskrá sinni lög með Creedence Clearwater Revival.…

Afmælisbörn 28. nóvember 2022

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 28. nóvember 2021

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og eins árs gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Fræ [1] (1974-76)

Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit í Skagafirðinum, að öllum líkindum á Sauðárkróki, undir nafninu Fræ. Sveitin mun hafa verið starfandi á árunum 1974-76. Meðlimir Fræs voru bræðurnir Hilmar gítarleikari og Viðar trommuleikari og söngvari Sverrissynir, Sigurður Hauksson bassaleikari, Guðni Friðriksson hljómborðsleikari og Lárus Sighvatsson [gítarleikari?]. Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit, hugsanlega…

Víkingasveitin [2] (1993-2016)

Víkingasveitin úr Hafnarfirði (einnig stundum nefnd Víkingarnir / Víkingabandið) mun hafa starfað í á þriðja áratug en sveitin var áberandi á víkingahátíðum hvers kyns hér á landi, oft í tenglum við Fjörukrána. Hún lék m.a. erlendis á slíkum hátíðum í Hafnarfirði en einnig í Svíþjóð og Þýskalandi, þá lék sveitin ennfremur á Íslendingahátíð vestan hafs…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Norðan 3 (1994-96)

Danshljómsveitin Norðan 3 starfaði á Sauðárkróki og herjaði mestmegnis á norðanvert landið. Sveitin var stofnuð sumarið 1994 og varð fljótlega áberandi í skemmtanalífinu fyrir norðan. Meðlimir hennar voru Hilmar Sverrisson gítar- og hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson trommuleikari og Hörður G. Ólafsson bassaleikari, allir sungu þeir félagarnir en Hilmar og Viðar eru bræður. Sumarið 1995 bættist söngkonan…

Pólland (1981)

Hljómsveitin Pólland lék á skemmtistöðum á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1981, einkum í Hafnarfirði, sveitin gæti því hafa starfað í Firðinum. Engar upplýsingar er að finna um Pólland, starfstíma hennar eða meðlimi nema að Hilmar Sverrisson [hljómborðsleikari?] var einn þeirra.

Karlakór Sauðárkróks [3] (1979-80)

Þriðja útgáfa Karlakórs Sauðárkróks leit dagsins ljós í kringum 1980. Það var Gunnsteinn Ólsen söngkennari á Sauðárkróki sem stjórnaði kórnum og einnig gæti Hilmar Sverrisson einnig hafa komið að honum. Karlakór Sauðárkróks hinn þriðji varð ekki langlífur en hann vann sér það einkum til frægðar að æfa í sláturhúsinu á Sauðárkróki.

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…