Hlynur Höskuldsson (1953-2023)

Tónlistarmaðurinn Hlynur Höskuldsson kom víða við á tónlistarferli sínum en hann starfaði með fjölda hljómsveita, Hlynur lét ekki fötlun í kjölfar alvarlegs slyss stöðva sig og vakti víðs vegar athygli sem einhenti bassaleikarinn. Hlynur var fæddur í árslok 1953 og var líklega um fjórtán ára gamall þegar hann hóf að leika með hljómsveitinni Raflost þar…

Afmælisbörn 29. desember 2024

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru fjögur talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er fertug í dag og fagnar því stórafmæli. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Afmælisbörn 29. desember 2023

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru fjögur talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og níu ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2023

Það hefur þótt við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2023 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Ámundi Ámundason (1945-2023) – umboðsmaður og útgefandi. Ámundi var umboðsmaður nokkurra þekktra hljómsveita á sínum tíma og…

Silfurtónar [1] (1991-95)

Hljómsveitin Silfurtónar vakti á fyrri hluta tíunda áratugarins nokkra athygli og þó nokkrar vinsældir með spilamennsku sinni og svo plötu sem reyndar seldist fremur illa en tvö laga sveitarinnar hafa lifað til þessa dags. Silfurtónar komu fyrst fram á sjónarsviðið sumarið 1991 þegar sveitin hélt tónleika í Duus húsi undir yfirskriftinni Silfurtónar í 20 ár.…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Barbie (1987)

Barbie (Barbí) var skammlíf hljómsveit sem starfaði sumarið 1987. Þrír meðlima sveitarinnar komu úr De Vunderfoolz, þeir Hlynur Höskuldsson bassaleikari, Úlfar Úlfarsson trommuleikari og Magnús Jónsson hljómborðsleikari, en Árni Kristjánsson gítarleikari (úr Vonbrigðum) og Hjálmar Hjálmarsson söngvari (síðar leikari o.fl.) voru hinir tveir meðlimir sveitarinnar.

Dá (1983-86)

Hljómsveitin Dá starfaði í rúmlega tvö ár á höfuðborgarsvæðinu og vakti nokkra athygli fyrir frambærilega söngkonu og óvenjulega hljóðfæraskipan. Dá var stofnuð haustið 1983 og voru meðlimir í upphafi þeir Heimir Barðason bassaleikari og Helgi Pétursson hljómborðsleikari sem höfðu áður verið í Jonee Jonee, þeir fengu til liðs við sig fljótlega annan bassaleikara sem hét…

Dýpt (1969-71)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Dýpt sem samkvæmt heimildum starfaði á árunum 1969-71, ekkert er þó að finna um sveitina í dagblöðum þess tíma utan ársins 1971. Dýpt var ein þeirra hljómsveita sem spilaði á Saltstokk ´71 hátíðinni. Eftir myndum að dæma var fyrst um fimm manna sveit að ræða, en síðar sex…

Jamisus (1985-86)

Hljómsveitin Jamisus var starfrækt í um það bil ár, 1985 og 86 en ekki liggja miklar upplýsingar fyrir um þessa sveit. Þeir bræður, Mike og Danny Pollock (Utangarðsmenn, Bodies o.fl.) voru þó í sveitinni sem kom fyrst fram um haustið 1985, líklega einnig hinn einhenti bassaleikari Hlynur Höskuldsson bassaleikari, og aukinheldur gítarleikari sem ekki er…

De Vunderfoolz (1986)

De Vunderfoolz (stundum einnig nefnd Mickey Dean and the Vunderfoolz) starfaði sumarið 1986, ætlaði sér stóra hluti en lognaðist út af áður en nokkuð gerðist í þeirra málum. Nokkrir meðlimir hljómsveitarinnar áttu eftir að gera garðinn frægan með öðrum sveitum síðar. Sveitin var stofnuð vorið 1986 og allan tímann voru meðlimir sveitarinnar parið Mike Pollock…

Eilífð (1969-70)

Hljómsveitin Eilífð var ekki langlíf, starfaði einungis í fáeina mánuði veturinn 1969-70. Í upphafi voru meðlimir hennar Anton Kröyer gítarleikari, Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hlynur Höskuldsson hljómborðsleikari, Steinar Viktorsson trommuleikari og Herbert Guðmundsson söngvari. Eftir áramótin 1969/70 höfðu Steingrímur B. Gunnarsson trommuleikari og Einar Vilberg gítarleikari leyst þá Steinar og Viktor af. Afrek Eilífðar urðu því…

Raflost [1] (um 1968)

Hljómsveitin Raflost var skólahljómsveit sem starfaði allavega 1968 – að öllum líkindum í Laugarnesskóla, og mun hafa verið starfandi í a.m.k. tvö ár. Nokkrir síðar þjóðþekktir tónlistarmenn munu hafa verið í þessari hljómsveit, á einhverjum tímapunkti voru í henni þeir Herbert Guðmundsson söngvari, Ævar Kvaran bassaleikari, Áskell Másson trommuleikari, Sverrir Agnarsson gítarleikari og Sigurgeir Arnarson…