Hunang [2] (1993-2012)

Hljómsveitin Hunang starfaði um tæplega tveggja áratuga skeið á árunum í kringum aldamótin og gerði út á ballmarkaðinn en sveitin lék bæði á almennum sveitaböllum og dansleikjum í þéttbýlinu, mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu. Hunang var stofnuð að öllum líkindum haustið 1993 undir nafninu Sýróp ef heimildir eru réttar en þegar meðlimir annarrar sveitar með sama nafn…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [2] (1966-91)

Djasspíanistinn Guðmundur Ingólfsson starfrækti margar hljómsveitir um ævi sína, hann er þekktastur fyrir það sem hefur verið kallað Tríó Guðmundar Ingólfssonar (sjá sér umfjöllun á Glatkistunni) en það eru djasssveitir hans sem störfuðu allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn og þar til hann lést 1991. Hér er hins vegar reynt að varpa einhverju ljósi…

Afmælisbörn 28. október 2022

Afmælisbörn dagsins eru átta talsins að þessu sinni: Egill Eðvarðsson er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Egill er kunnastur fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu en hann var einnig tónlistarmaður á árum áður, hann lék til að mynda með gjörningasveitinni Combó Þórðar Hall sem vakti mikla athygli á sínum tíma en aðrar hljómsveitir sem…

Straumar [2] (1981-83)

Laust eftir 1980, allavega 1981 til 1983 starfaði tríó á Akureyri undir nafninu Straumar. Strauma skipuðu þeir Ragnar Kristinn Gunnarsson söngvari og trommuleikari, Jakob Jónsson gítarleikari og Ásmundur Magnússon [bassaleikari?] en margt er á huldu varðandi þessa sveit. Straumar hættu líklega störfum þegar hljómsveitin Skriðjöklar var stofnuð sumarið 1983.

Næturgalar [2] (1972-97)

Hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum starfaði á áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Næturgalar en þá hafði sveit með sams konar nafn verið starfandi um nokkurra ára skeið og því allt eins líklegt að einhvers konar ruglingur milli sveitanna sé fyrir hendi. Þessi sveit starfaði líklega fyrst á árunum 1972 til 1977…

Morfín (2000)

Morfín hét reykvísk hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum 2000 en komst ekki í úrslit. Meðlimir Morfíns voru Björn Heiðar Jónsson söngvari og gítarleikari, Einar Jakob Jónsson bassaleikari, Ómar Þór Sigfússon trommuleikari og Hjalti Þorkelsson gítarleikari

Marmelaði (1993-94)

Hljómsveitin Marmelaði (Marmilaði) frá Akureyri starfaði árin 1993 og 94 og lék á dansleikjum víðs vegar um landið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Örvarsson söngvari [?], Jakob Jónsson gítarleikari [?], Jón Rafnsson bassaleikari [?] og Valur Halldórsson trommuleikari [?].

Tortíming [2] (1980-81)

Tortíming var nafn á nýbylgjusveit sem starfaði á Akureyri snemma á níunda áratug 20. aldar. Sveitin starfaði á annað ár (1980-81) og voru meðlimir hennar Albert Ragnarsson gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Árni Jóhannsson bassaleikari, Níels Ragnarsson hljómborðsleikari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari.

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.

Rokksveit Fúsa Óttars (1993)

Rokksveit Fúsa Óttars virðist hafa verið skammvinnt verkefni á Akureyri snemma árs 1993, allavega finnast ekki heimildir um að sveitin hafi starfað lengur. Meðlimir Rokksveitar Fúsa Óttars voru Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Fúsi sjálfur, Sigfús Óttarsson trommuleikari.

Glaumar (1988-91)

Hljómsveitin Glaumar frá Akureyri var eins konar útibú frá akureyskri sveit, Skriðjöklum, þótt ekki hafi þær verið samtíða nema um stuttan tíma. Glaumar var stofnuð 1988 og var skipuð þeim Jósef M. Friðrikssyni [?], Jakobi Jónssyni gítarleikara og Eggerti Benjamínssyni trommuleikara en hugsanlegt að fleiri hafi verið í sveitinni um tíma, Jón Ólafsson[3] var eitthvað…

Tónatríóið [1] (1950-76)

Hljómsveitin Tónatríóið (einnig nefnt Tríó Arnþórs Jónssonar / Tríó Adda rokk) starfaði allan sjötta áratug tuttugustu aldarinnar og eitthvað fram á þann áttunda undir styrkri stjórn Arnþórs Jónssonar (Adda rokk) söngvara en hann lék líklega einnig á gítar eða bassa. Yfirleitt var um tríó að ræða en stundum var sveitin þó skipuð fjórum mönnum. Þá léku…