Hrægammarnir [2] (1983)

Hrægammarnir voru djasshljómsveit undir stjórn gítarleikarans Björns Thoroddsen, sem spilaði töluvert sumarið og haustið 1983 á stöðum eins og Stúdentakjallaranum og Djúpinu. Heilmiklar mannabreytingar urðu á sveitinni en hún var eins konar forveri eða jafnvel fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Gamma sem síðar áttu m.a. eftir að gefa út nokkrar breiðskífur. Hrægammar voru í fyrstu útgáfu þarna…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Swingbræður [1] (1979-80)

Hljómsveitin Swingbræður er flestum gleymd og grafin en hennar hefur verið minnst sem fyrstu hljómsveitar Sigurðar Flosasonar saxófónleikara. Swingbræður var unglingahljómsveit, líklega stofnuð árið 1979 en hún kom fyrst fram í upphafi árs 1980 og vakti þá strax athygli enda hafði hún að geyma kornunga djasstónlistarmenn, 16-18 ára gamla en þá hafði verið eins konar…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur (1976-99)

Innan Tónlistarskóla Njarðvíkur störfuðu nokkrar hljómsveitir meðan skólinn starfaði og þar var fremst í flokki lúðra- eða skólahljómsveit sem lék víða og meðal annars erlendis í nokkur skipti. Tónlistarskóli Njarðvíkur var stofnaður haustuið 1976 og þá strax var sett á laggirnar skólahljómsveit undir stjórn Arnar Óskarssonar. Sveitin varð fljótlega nokkuð öflug enda var óvenju hátt…

Skólahljómsveitir Tónlistarskólans í Keflavík (1957-99)

Fjöldi hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum störfuðu innan Tónlistarskólans í Keflavík meðan hann var og hét, skólinn er ýmist sagður hafa verið stofnaður 1956 eða 57 og starfaði hann til ársins 1999 þegar hann var sameinaður Tónlistarskóla Njarðvíkur undir nafninu Tónlistarskóli Reykjanesbæjar. Ekki er alveg ljóst hvenær fyrst var starfrækt eiginleg hljómsveit innan Tónlistarskólans…

Choice (1981-82)

Hljómsveitin Choice var stofnuð 1981 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Þröstur Víðir Þórisson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Svanur Elíson söngvari og Svanþór Ævarsson bassaleikari. Sveitin hafði aldrei leikið opinberlega hér heima þegar henni bauðst að spila í Svíþjóð sem og þeir þáðu og störfuðu þeir þar um tíma, reyndar varð…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Vestanhafs (1997)

Tríóið Vestanhafs lék blúsrokk af ýmsu tagi á öldurhúsum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar árið 1997, og fór þar víða. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari.

Blái fiðringurinn [2] (1997-2001)

Pöbbatríóið Blái fiðringurinn fór ekki hátt en spilaði hartnær um hverja helgi á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins og víðar um nokkurra ára skeið í kringum aldamótin. Meðlimir tríósins voru þeir Jón Kjartan Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Björgvin Gíslason gítarleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Undir lokin kom Eðvarð Lárusson inn í stað Björgvins. Sveitin gekk undir það síðasta…

Útlendingaeftirlitið (1993)

Útlendingaeftirlitið var blúsband sem starfaði í stuttan tíma sumarið 1993 og var líklega aldrei hugsað sem langtímaverkefni. Meðlimir Útlendingaeftirlitsins voru Þórður Árnason gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Sveitin lék að öllum líkindum í eitt skipti opinberlega og söng þá breski  söngvarinn John J. Soul (J.J. Soul) með henni.…

Salsa Picante (1995)

Salsasveitin Salsa Picante starfaði árið 1995 og vakti nokkra athygli enda fyrsta sveit sinnar tegundar hérlendis. Sveitin kom fram fullmótuð í febrúar 1995 og gæti því hafa verið stofnuð fyrir áramótin 1994-95, meðlimir hennar voru þá Jón Björgvinsson slagverksleikari og Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari sem komu úr Milljónamæringunum, og Sigurður Flosason saxófónleikari, Agnar Már Magnússon…

Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

LagEr (1980-81)

Hljómsveitin LagEr varð ekki langlíf, starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1980-81. Meðlimir hennar voru Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Ólafur Örn Þórðarson hljómborðsleikari (ein heimild segir Ólafur Sigurðsson) og Jón Rafn Bjarnason söngvari. Sá síðarnefndi hafði einmitt stuttu áður sent frá sér litla tveggja laga sólóplötu. LagEr var sem fyrr…