Afmælisbörn 29. janúar 2025

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og átta ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Hljómsveit Rúnars Þórs (1986-)

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni síðan á níunda áratug síðustu aldar auk annarra sveita sem hann hefur starfað með en hann hefur jafnframt komið fram sem trúbador og í dúettaformi í félagi við aðra tónlistarmenn. Fyrsta hljómsveit Rúnars Þórs í eigin nafni var líklega stofnuð árið 1986 en þá var…

Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar (1971-2019)

Þær finnast varla langlífari hljómsveitirnar en Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar sem hefur reyndar runnið sitt skeið en starfaði í nærri því hálfa öld. Sveitin naut alla tíð mikilla vinsælda norðanlands en átti einnig löng tímabil þar sem landsmenn allir dönsuðu í takt við skagfirsku sveifluna eins og tónlist Geirmundar hefur verið kölluð frá því á níunda…

Afmælisbörn 29. janúar 2024

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sjö ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Head effects (1981)

Hljómsveitin Head effects var eins konar spunarokksveit en hún starfaði um skamma hríð á fyrri hluta ársins 1981. Sveitin hafði í raun orðið til í kringum útgáfu plötunnar Gatan og sólin með Magnúsi Þór Sigmundssyni árið 1980 en hún hafði þá verið stofnuð til að fylgja þeirri plötu eftir – undir nafninu Steini blundur. Eftir…

Afmælisbörn 29. janúar 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sex ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Strandhögg (1980-84 / 2018-)

Hljómsveitin Strandhögg starfaði á Sauðárkróki um nokkurra ára skeið á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar og afrekaði þá að gefa út kassettu með frumsömdum lögum, sveitin hætti þó skömmu síðar án þess að fylgja afurðinni almennilega eftir. Strandhögg mun hafa verið stofnuð 1980 og var líklega þá skipuð meðlimum á grunnskóla- eða framhaldsskóla aldri…

Steini blundur (1980)

Hljómsveitin Steini blundur var eins konar spunarokksveit sem var sett saman í hljóðveri til að leika inn á plötu Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Gatan og sólin sem kom út fyrir jólin 1980. Nafn sveitarinnar var sótt í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en hann hafði samið texta að einhverju leyti fyrir plötuna. Sveitin starfaði um nokkurra vikna…

Afmælisbörn 29. janúar 2022

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Stefán Sigurjónsson skósmiður og tónlistarmaður í Vestmannaeyjum er sextíu og átta ára gamall í dag. Stefán sem er fæddur og uppalinn í Flóanum nam klarinettuleik á sínum yngri árum en hefur allan sinn starfsaldur rekið skóvinnustofu, fyrst á Selfossi en síðan í Vestmannaeyjum. Í…

Canto kvartettinn (1945-51)

Canto kvartettinn var tvöfaldur kvartett (þótt nafn hans gefi annað til kynna) sem starfaði á Siglufirði um miðja síðustu öld en þar í bæ var sönglíf með ágætum, sbr. Karlakórinn Vísir. Kvartettinn mun hafa komið fyrst fram á þorrablóti í upphafi ársins 1945 og því er ekki ólíklegt að hann hafi verið stofnaður fyrir áramótin…

Cabaret (1975-76)

Cabaret (Kabarett) var með allra efnilegustu hljómsveitum í kringum miðjan áttunda áratuginn en sveitin þótti vera nokkuð sér á báti með léttdjassaða sálartónlist með rokkívafi eins og þeir skilgreindu tónlistina sjálfir. Sveitin var stofnuð síðla sumars 1975 og voru meðlimir hennar Sveinn Magnússon bassaleikari og Ingólfur Sigurðsson trommuleikari sem höfðu verið saman í Örnum, Tryggvi…

Barrock (1975)

Hljómsveitin Barrock starfaði í nokkra mánuði árið 1975. Sveitin var stofnuð í ársbyrjun 1975 og voru meðlimir hennar í upphafi Björgvin Björgvinsson trommuleikari, Gunnar Guðjónsson bassaleikari og Ásgeir Ásgeirsson orgel- og píanóleikari en fljótlega kom Skúli Björnsson gítarleikari inn. Nokkru eftir það bættist í hópinn Bjarni Össurarson söngvari. Þannig skipuð starfaði Barrock til hausts en…

Kan (1981-89)

Hljómsveitin Kan starfaði í Bolungarvík framan af og var helsti fulltrúi Vestfjarða á popptónlistarsviðinu á níunda áratugnum. Kan var stofnuð vorið 1981 í Bolungarvík og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán…

Reykjavík (1977-79)

Mjög erfitt er að finna upplýsingar um hljómsveitina Reykjavík sem starfaði um tveggja ára skeið seinni hluta áttunda áratugarins, og hefur nafn sveitarinnar nokkuð um það að segja. Reykjavík var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Pétur „kapteinn“ Kristjánsson hljómborðsleikari, Rafn Sigurbjörnsson söngvari, Björn Thoroddsen gítarleikari, Eyjólfur Jónsson trommuleikari og Sigurður…

Dolby (1985-92)

Hljómsveitin Dolby er frá Ísafirði en hún var starfandi a.m.k. á árunum 1985-92. 1989 komu út lög með henni á safnplötunni Vestan vindar. Meðlimir voru þar Guðmundur Hjaltason söngvari og bassaleikari, Alfreð Erlingsson hljómborðsleikari, Jón Hallfreð Engilbertsson gítarleikari og Hilmar Valgarðsson trommuleikari. Einnig léku með sveitinni á plötunni þeir Jónas Björnsson og Sigurður Jónsson á…

Skóhljóð (1970-73 / 1990-99)

Unglingahljómsveitin Skóhljóð starfaði í Hagaskóla um og upp úr 1970. Sveitin sigraði í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1972 og voru meðlimir hennar þá Eiríkur Thorsteinsson bassaleikari, Jónas Björnsson trommuleikari (Fresh, Cabaret o.fl.), Ásgrímur Guðmundsson gítarleikari og Ragnar Björnsson söngvari. Þeir Skóhljóðsliðar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu keppnina í Húsafelli og sumarið eftir (1973)…