Samband íslenskra lúðrasveita [félagsskapur] (1954-)

Frá því um miðjan sjötta áratug síðustu aldar hefur verið starfrækt landssamband lúðrasveita hér á landi enda er lúðrasveitarformið elsta hljómsveitarformið í íslenskri tónlistarsögu en fyrsta hljómsveit þeirrar tegundar var sett á laggirnar vorið 1876 þegar Helgi Helgason stofnaði Lúðurþeytarafélag Reykjavíkur. Undirbúningur hafði staðið frá árinu 1946 að stofnun þessara samtaka sem þá yrði samstarfsvettvangur…

Flautaþyrlarnir [2] (1998)

Árið 1998 starfrækti Herdís Hallvarðsdóttir (Grýlurnar, Islandica o.fl.) hljómsveit sem bar heitið Flautaþyrlarnir en sú sveit var líklega starfandi innan Fíladelfíusafnaðarins og flutti því trúarlegt efni, sveitin mun einnig hafa flutt efni á tónleikum sem Herdís hafði þá nýverið sent frá sér á sólóplötunni Það sem augað ekki sér. Meðlimir sveitarinnar auk Herdísar sem lék…

Gunk (1969-72)

Ekki finnast margar heimildir um hljómsveitina Gunk en hún starfaði á árunum 1969 til 72 og kom síðan aftur fram á sjónarsviðið mörgum áratugum síðar. Gunk var stofnuð haustið 1969 en kom ekki fram opinberlega fyrr en sumarið 1971, þá voru meðlimir sveitarinnar Ómar Óskarsson söngvari, Sverrir Konráðsson gítarleikari, Grímur Bjarnason trommuleikari og Ingólfur Margeirsson…

Tríó Þóru Grétu Þórisdóttur (1996-99)

Djasssöngkonan Þóra Gréta Þórisdóttir starfrækti að minnsta kosti tvívegis tríó í sínu nafni. Fyrra skiptið var árið 1996 og 97 en þá léku með henni Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari en 1999 voru þeir Páll Pálsson bassaleikari og Óskar Einarsson píanóleikari meðspilarar Þóru Grétu.

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…

Óli blaðasali (1990-92)

Hljómsveitin Óli blaðasali (einnig nefnd Tríó Óla blaðasala / Hljómsveit Óla blaðasala) gerði út á pöbbaspilamennsku og starfaði um tveggja ára skeið í upphafi tíunda áratugarins, sveitin lék mestmegnis á Nillabar í Hafnarfirði. Meðlimir Óla blaðasala voru Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Guðmundsson trommuleikari og Páll Pálsson bassaleikari. Sveitin sendi frá sér þrettán…

Blues akademían (2008-)

Blues akademían er eins og nafnið gefur til kynna blússveit, starfandi 2008. Meðlimir Blues akademíunnar eru þeir Pjetur Stefánsson söngvari og gítarleikari, Páll Pálsson bassaleikari, Tryggvi Hübner gítarleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari og munnhörpuleikari. Sveitin mun vera starfandi ennþá.

Dögg (1973-76)

Margir sem stunduðu tónleika um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar muna eftir hljómsveitinni Dögg sem starfaði um ríflega tveggja og hálfs árs skeið. Dögg var stofnuð haustið 1973 en uppistaðan í sveitinni kom úr Tilfinningu, sem hafði þá nýlega klofnað. Sú sveit hélt þó áfram og starfaði áfram undir því nafni. Þremenningarnir Ólafur Helgi Helgason…

Fjörefni (1977-78)

Hljómsveitin Fjörefni naut nokkurra vinsælda síðari hluta áttunda áratugarins en var svolítið sér á báti, mest fyrir að vera aðallega hljóðverssveit. Sveitin varð til eiginlega óvart þegar þeir félagar úr hljómsveitinni Dögg (sem var nokkuð áberandi um tíma), Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson voru að huga að sólóplötum, hvor í sínu lagi árið 1977.…

Fjörefni – Efni á plötum

Fjörefni – A+ Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 019 Ár: 1977 1. Hraðferð stuð-leið 2. Ljón og vog 3. Á Halló 4. Með (söng) lögum skal land byggja 5. Hrein torg, fögur borg 6. Farandverkamaður 7. Þú 8. Í Læralæk 9. Disco dans 10. Meiri sól Flytjendur Ásgeir Óskarsson – ásláttur og trommur Tryggvi J. Hübner – gítarar…