Hulda Rós og rökkurtríóið (2007-10)

Hljómsveitin Rökkurtríóið eða Hulda Rós og rökkurtríóið starfaði á Höfn í Hornafirði um nokkurra ára skeið fyrr á þessari öld, og kom þá mestmegnis fram á tónlistarhátíðum fyrir austan. Hulda Rós og rökkurtríóið var líkast til stofnuð síðla árs 2007 en kom fyrst fram á sjónarsviðið á blúshátíðinni Norðurljósablús á Höfn, sveitin lék fönskotinn djassblús…

Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Snælandskórinn (1989-2005)

Snælandskórinn svokallaði var ekki eiginlegur starfandi kór heldur eins konar úrvalskór söngfólks af Austurlandi sem kom stöku sinnum saman og söng mestmegnis í kringum utanlandsferðir sem hann fór í. Snælandskórinn var settur á stofn snemma árs 1989 þegar Kirkjukórasambandi Austurlands barst boð um að senda blandaðan kór til Ísraels um jólin en sá kór yrði…

Skólakór Grunnskólans á Hellissandi (1997-2004)

Í kringum síðustu aldamót var kór nemenda starfræktur við Grunnskólann á Hellissandi en ekki eru miklar upplýsingar að finna um þennan kór. Fyrir liggur að kórinn var starfandi vorið 1998 undir stjórn Svavars Sigurðssonar og gera má ráð fyrir að hann hafi þá verið starfandi um veturinn en heimildir finnast ekki um að hann hafi…

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Crossroads (1991-92)

Blússveitin Crossroads starfaði um eins árs skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar og lék nokkuð á blúsbörum borgarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Tyrfingur Þórarinsson gítarleikari, Páll Kristjánsson söngvari, Hreiðar Júlíusson trommuleikari og Ástþór Hlöðversson bassaleikari. Svavar Sigurðsson Hammond orgelleikari bættist í hópinn snemma árs 1992 og…

Vírus [2] (1991-93)

Þungarokkssveitin Vírus starfaði á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Ekki liggur fyrir hvenær sveitin var stofnuð en þeir félagar auglýstu eftir trommuleikara sumarið 1991, Guðmundur Gunnlaugsson (Jötunuxar, Das Kapital o.m.fl.) svaraði greinilega þeirri auglýsingu því hann starfaði með þeim snemma árs 1992, aðrir meðlimir sveitarinnar voru þá Hörður Sigurðsson bassaleikari, Svavar Sigurðsson…

Blúsbrot [1] (1986-93)

Blúsbrot var blússveit sem starfaði í nokkur ár í kringum 1990. Blúsbrot var að nokkru leyti skipuð sömu liðsmönnum og Bylur sem starfaði um svipað leyti, meðlimir sveitarinnar voru snemma árs 1989 þeir Vignir Daðason söngvari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Leó Geir Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari. Þá um vorið gekk Gunnar…

Bad boys (1982-86)

Hljómsveitin Bad boys frá Sauðárkróki starfaði á árunum 1982-86 og keppti m.a. í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Þar komst sveitin í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Gíslason söngvari (síðar Eurovision-fari), Svavar Sigurðsson gítarleikari, Árni Þór Þorbjörnsson bassaleikari, Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari og Karl Jónsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á grunnskólaaldri. Sveitin starfaði…

Bylur (1981-86)

Hljómsveit Bylur starfaði á árunum 1981-86. Sveitin, sem var instrumental band, tók þátt í öðrum Músíktilraunum Tónabæjar sem haldnar voru haustið 1983 og komst þar í úrslit. Bylur lék frá upphafi frumsamið þjóðlagarokk í ætt við það sem fjölmargar enskar sveitir voru að gera um það leyti en síðar bættust einnig við tónlistina djassskotin áhrif.…

Metan (1982-88)

Hljómsveitin Metan frá Sauðárkróki var í raun stofnuð 1982 en gekk undir nafninu Bad boys (keppti í Músíktilraunum 1983) með einhverjum mannabreytingum til ársins 1986 þegar hún hlaut nafnið Metan. Vorið 1987 tók Metan þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og komst þar í úrslitin. Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari, Kristján Gíslason hljómborðsleikari og söngvari, Árni…