Texas tríóið (1980-81)

Texas tríóið

Kántrísveitin Texas tríóið var undanfari Hálfs í hvoru sem stofnuð var 1981 en Texas tríóið hafði þá starfað í um ár.

Meðlimir Texas tríósins voru Eyjólfur Kristjánsson gítarleikari, Örvar Aðalsteinsson kontrabassaleikari og Ingi Gunnar Jóhannsson gítarleikari, þeir félagarnir sungu allir.

Aðal hlutverk Texas tríósins og starfsvettvangur var að leika kántrítónlist í stiga á skemmtistaðnum Óðali en einnig léku þeir eitthvað utan þess, m.a. ásamt Tríói túkall á samkomum Vísnavina 1981 og svo fór að tríóin sameinuðust í Hálft í hvoru.

Texas tríóið var endurreist 1992 og starfaði þá í stuttan tíma.