Sálarháski (1991)

salarhaski

Sálarháski

Djass- og blússveitin Sálarháski var starfrækt um nokkurra mánaða skeið vorið og sumarið 1991 og lék þá einkum djass á Púlsinum við Vitastíg.

Meðlimir Sálarháska voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Pétur Grétarsson trommuleikari og Atli Örvarsson trompetleikar. Stundum léku gestir með þeim og má þar nefna þá Rúnar Georgsson saxófónleikara og Friðrik Theódórsson básúnuleikara.

Sveitin virðist hafa hætt störfum um mitt sumar.