Tómleiki tímans

Tómleiki tímans
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Rúnar Þór Pétursson og Heimir Már Pétursson)

Í tómleika tímans
tók hann sér frí
frá líkama lúnum,
og lifnaði á ný.

Feginn frelsinu,
flýgur á braut,
horfin er sérhver
sálarþraut.

Líður um loftin há,
laus við allan ótta
undan lífsins lotu,
ekki lengur á flótta.

Svefninn sigrar svartnættið,
kuldann í húsasundi,
vorið kemur með vindinum
í útigangsins blundi.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Yfir hæðina]